Kraftaverk Magnús Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eddan Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00 Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla.
Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00
Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun