Sameiginlegur fjárhagur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Skipting lífeyrisiðgjalda er stórt hagsmunamál og ætti að vera meira í umræðunni, einkum hjá ungu fólki. Í stuttu máli er sambúðarfólki heimilt að láta allt að helming iðgjalda sinna renna til maka, en báðir aðilar þurfa að skipta sama hlutfalli. Gildir þetta bæði um samtryggingu og séreign. Barneignir eru gott tilefni til að velta þessu fyrir sér. Algengt er að annar makinn taki lengra fæðingarorlof en hinn og jafnvel launalaust leyfi að auki. Þar sem minna eða jafnvel ekkert er þá greitt í lífeyrissjóð er viðkomandi að fórna framtíðarréttindum. Því yngri sem við erum, því þyngra vegur það. Er sanngjarnt að ákvörðun um að vera heima með börnum bitni á réttindum á lífeyrisaldri? Þrátt fyrir að fjárhagur sambúðarfólks sé oft sameiginlegur eru lífeyrisréttindi það ekki. Sé mikill munur á réttindum sambúðarfólks eða hjóna er staða þeirra mjög ólík þegar annað hvort þeirra fellur frá eða við skilnað. Falli sá frá sem betri réttindi hefur á maki rétt á ákveðnum makalífeyri, sem er misjafn milli lífeyrissjóða og í flestum tilvikum einungis greiddur í nokkur ár. Það er því ótvírætt meira öryggi fólgið í jöfnun lífeyrisréttinda. Þótt lífeyrismál séu ef til vill leiðinleg og ungt fólk sýni þeim sama og engan áhuga sýnist mér þetta vekja marga til umhugsunar, nema vinir mínir séu bara að vera kurteisir og þykjast hafa áhuga þegar ég tala um lífeyri. En fæstir virðast þó hafa heyrt af þessum möguleika. Heimild til skiptingar lífeyrisiðgjalda og -réttinda er sanngirnismál sem er gott fyrir sem flesta að þekkja.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Skipting lífeyrisiðgjalda er stórt hagsmunamál og ætti að vera meira í umræðunni, einkum hjá ungu fólki. Í stuttu máli er sambúðarfólki heimilt að láta allt að helming iðgjalda sinna renna til maka, en báðir aðilar þurfa að skipta sama hlutfalli. Gildir þetta bæði um samtryggingu og séreign. Barneignir eru gott tilefni til að velta þessu fyrir sér. Algengt er að annar makinn taki lengra fæðingarorlof en hinn og jafnvel launalaust leyfi að auki. Þar sem minna eða jafnvel ekkert er þá greitt í lífeyrissjóð er viðkomandi að fórna framtíðarréttindum. Því yngri sem við erum, því þyngra vegur það. Er sanngjarnt að ákvörðun um að vera heima með börnum bitni á réttindum á lífeyrisaldri? Þrátt fyrir að fjárhagur sambúðarfólks sé oft sameiginlegur eru lífeyrisréttindi það ekki. Sé mikill munur á réttindum sambúðarfólks eða hjóna er staða þeirra mjög ólík þegar annað hvort þeirra fellur frá eða við skilnað. Falli sá frá sem betri réttindi hefur á maki rétt á ákveðnum makalífeyri, sem er misjafn milli lífeyrissjóða og í flestum tilvikum einungis greiddur í nokkur ár. Það er því ótvírætt meira öryggi fólgið í jöfnun lífeyrisréttinda. Þótt lífeyrismál séu ef til vill leiðinleg og ungt fólk sýni þeim sama og engan áhuga sýnist mér þetta vekja marga til umhugsunar, nema vinir mínir séu bara að vera kurteisir og þykjast hafa áhuga þegar ég tala um lífeyri. En fæstir virðast þó hafa heyrt af þessum möguleika. Heimild til skiptingar lífeyrisiðgjalda og -réttinda er sanngirnismál sem er gott fyrir sem flesta að þekkja.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar