Raunhæf persónuvernd Hafliði K. Lárusson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf. Enda þótt nýja löggjöfin muni að mestu byggja á þeim meginreglum persónuverndar, sem gilt hafa frá síðustu aldamótum, hefur hún einnig að geyma mörg nýmæli, auk þess sem hún er miklum mun ítarlegri en núgildandi lög. Eins og búast mátti við, miða nýju reglurnar að því að auka réttindi og öryggi einstaklinga. Þá hefur því verið haldið fram, að nýju reglurnar séu fyrirtækjum einnig til hagsbóta. Ef til vill má taka undir slík sjónarmið með það í huga, að reglunum er almennt ætlað að auka öryggi og traust á sviði persónuverndar í atvinnulífinu. Engu að síður er staðreynd að flestar nýju reglurnar eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki og munu auka bæði fyrirhöfn og kostnað á þessu sviði. Þó má segja að „ljósið í myrkrinu“ sé að finna í 25. gr. Evrópureglugerðarinnar, sem segir meðal annars: „Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, mislíklegri og misalvarlegri, fyrir réttindi og frelsi einstaklinga skal ábyrgðaraðilinn, bæði þegar ákveðnar eru aðferðir við vinnsluna og þegar vinnslan sjálf fer fram, gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, s.s. notkun gerviauðkenna, sem hannaðar eru til að framfylgja meginreglum um persónuvernd … og fella nauðsynlegar verndarráðstafanir inn í vinnsluna?…“ Þrátt fyrir fremur tyrfið orðalag, setur þetta ákvæði persónuvernd í raunhæft samhengi, þ.e. það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja um persónuvernd og þannig á persónuvernd að vera „sérsniðin“ að vinnslu persónuupplýsinga hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Enda þótt margir líti á 25. gr. reglugerðarinnar sem íþyngjandi, er hún í raun það tæki, sem fyrirtæki geta beitt til að halda persónuvernd innan skynsamlegra marka og hafa hana raunhæfa miðað við starfsemina. Þá leggur Evrópusambandið sérstaka áherslu á að íþyngja minni fyrirtækjum ekki um of þegar kemur að kröfum um persónuvernd. Þannig segir í 13. inngangsákvæði reglugerðarinnar: „Enn fremur eru stofnanir og aðilar Sambandsins og aðildarríkin og eftirlitsyfirvöld þeirra hvött til að taka tillit til sérstakra þarfa örfyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja við beitingu þessarar reglugerðar.“ Í íslensku samhengi er rétt að hafa í huga að í ofangreindan flokk falla öll fyrirtæki, sem eru með færri en 250 starfsmenn og minna en 50 milljónir evra í ársveltu. Í persónuverndarúttekt, sem er fyrsta skref fyrirtækja við að meta áhrif nýju laganna, er þess vegna nauðsynlegt að afmarka með nákvæmum hætti hvaða reglur eiga í raun við um starfsemina og með þeim hætti má „grisja“ regluverkið og meta hvar helstu skyldur, áhætta og ábyrgð liggja í raun. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga (enda þótt það sé yfirleitt ekki nefnt berum orðum) að 100% reglufylgni á sviði persónuverndar er útilokuð og þess vegna þarf að vega og meta áhættu annars vegar og kostnað við ýtrustu reglufylgni hins vegar og þannig að komast að niðurstöðu um raunhæfa persónuvernd. Sem dæmi má nefna eftirfarandi atriði í slíkri úttekt:Tegundir persónuupplýsinga: Ríkari kröfur og þar með meiri áhætta fylgir því að vinna persónuupplýsingar sem t.d. tengjast börnum, líftækni eða mikilvægum einkahagsmunum, en persónuupplýsingar um heimilisfang fólks og símanúmer.Tegundir vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga, sem tengist gerð persónusniða (e. profiling), eftirliti með einstaklingum í stórum stíl eða felur í sér flutning persónuupplýsinga yfir landamæri og einkum út fyrir EES, lýtur mun strangari reglum en vinnsla persónuupplýsinga, sem felst í einfaldri vinnslu innan fyrirtækis á grunnupplýsingum um starfsmenn.Hætta á öryggisbroti: Hér koma ýmsir þættir til skoðunar, t.d. þau kerfi og hugbúnaður, sem notuð eru til vinnslunnar, hvort vinnslunni (t.d. hýsingu) er útvistað til þriðja aðila, hversu margir hafa aðgang að persónuupplýsingunum, hvernig aðgengi er takmarkað og hvernig því er stýrt, hvort kerfin eru opin eða lokuð, hvort skýþjónusta er notuð o.s.frv. Allir framangreindir þættir hafa áhrif á hversu mikil og líkleg raunveruleg áhætta er og þar með hvaða aðgerðir eru raunhæfar til að ná ásættanlegri reglufylgni. Með ofangreint í huga, er rétt að fyrirtæki „ýti á móti“ þeim þunga, sem ný persónuverndarlög hafa í för með sér. Þannig geta fyrirtæki lágmarkað fyrirhöfn og kostnað, á sama tíma og þess er gætt, að þau mæti öllum helstu kröfum, sem ný persónuverndarlög gera til þeirra.Höfundur er lögmaður hjá Fjeldsted & Blöndal og sérfræðingur í persónuverndarrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga 72 prósent aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins hafa ekki hafið undirbúning fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Þar segir að 24 prósent fyrirtækja hafi hafið undirbúning vegna laganna. 12. desember 2017 16:16 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf. Enda þótt nýja löggjöfin muni að mestu byggja á þeim meginreglum persónuverndar, sem gilt hafa frá síðustu aldamótum, hefur hún einnig að geyma mörg nýmæli, auk þess sem hún er miklum mun ítarlegri en núgildandi lög. Eins og búast mátti við, miða nýju reglurnar að því að auka réttindi og öryggi einstaklinga. Þá hefur því verið haldið fram, að nýju reglurnar séu fyrirtækjum einnig til hagsbóta. Ef til vill má taka undir slík sjónarmið með það í huga, að reglunum er almennt ætlað að auka öryggi og traust á sviði persónuverndar í atvinnulífinu. Engu að síður er staðreynd að flestar nýju reglurnar eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki og munu auka bæði fyrirhöfn og kostnað á þessu sviði. Þó má segja að „ljósið í myrkrinu“ sé að finna í 25. gr. Evrópureglugerðarinnar, sem segir meðal annars: „Með hliðsjón af nýjustu tækni, kostnaði við framkvæmd og eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu, mislíklegri og misalvarlegri, fyrir réttindi og frelsi einstaklinga skal ábyrgðaraðilinn, bæði þegar ákveðnar eru aðferðir við vinnsluna og þegar vinnslan sjálf fer fram, gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, s.s. notkun gerviauðkenna, sem hannaðar eru til að framfylgja meginreglum um persónuvernd … og fella nauðsynlegar verndarráðstafanir inn í vinnsluna?…“ Þrátt fyrir fremur tyrfið orðalag, setur þetta ákvæði persónuvernd í raunhæft samhengi, þ.e. það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja um persónuvernd og þannig á persónuvernd að vera „sérsniðin“ að vinnslu persónuupplýsinga hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Enda þótt margir líti á 25. gr. reglugerðarinnar sem íþyngjandi, er hún í raun það tæki, sem fyrirtæki geta beitt til að halda persónuvernd innan skynsamlegra marka og hafa hana raunhæfa miðað við starfsemina. Þá leggur Evrópusambandið sérstaka áherslu á að íþyngja minni fyrirtækjum ekki um of þegar kemur að kröfum um persónuvernd. Þannig segir í 13. inngangsákvæði reglugerðarinnar: „Enn fremur eru stofnanir og aðilar Sambandsins og aðildarríkin og eftirlitsyfirvöld þeirra hvött til að taka tillit til sérstakra þarfa örfyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja við beitingu þessarar reglugerðar.“ Í íslensku samhengi er rétt að hafa í huga að í ofangreindan flokk falla öll fyrirtæki, sem eru með færri en 250 starfsmenn og minna en 50 milljónir evra í ársveltu. Í persónuverndarúttekt, sem er fyrsta skref fyrirtækja við að meta áhrif nýju laganna, er þess vegna nauðsynlegt að afmarka með nákvæmum hætti hvaða reglur eiga í raun við um starfsemina og með þeim hætti má „grisja“ regluverkið og meta hvar helstu skyldur, áhætta og ábyrgð liggja í raun. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga (enda þótt það sé yfirleitt ekki nefnt berum orðum) að 100% reglufylgni á sviði persónuverndar er útilokuð og þess vegna þarf að vega og meta áhættu annars vegar og kostnað við ýtrustu reglufylgni hins vegar og þannig að komast að niðurstöðu um raunhæfa persónuvernd. Sem dæmi má nefna eftirfarandi atriði í slíkri úttekt:Tegundir persónuupplýsinga: Ríkari kröfur og þar með meiri áhætta fylgir því að vinna persónuupplýsingar sem t.d. tengjast börnum, líftækni eða mikilvægum einkahagsmunum, en persónuupplýsingar um heimilisfang fólks og símanúmer.Tegundir vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga, sem tengist gerð persónusniða (e. profiling), eftirliti með einstaklingum í stórum stíl eða felur í sér flutning persónuupplýsinga yfir landamæri og einkum út fyrir EES, lýtur mun strangari reglum en vinnsla persónuupplýsinga, sem felst í einfaldri vinnslu innan fyrirtækis á grunnupplýsingum um starfsmenn.Hætta á öryggisbroti: Hér koma ýmsir þættir til skoðunar, t.d. þau kerfi og hugbúnaður, sem notuð eru til vinnslunnar, hvort vinnslunni (t.d. hýsingu) er útvistað til þriðja aðila, hversu margir hafa aðgang að persónuupplýsingunum, hvernig aðgengi er takmarkað og hvernig því er stýrt, hvort kerfin eru opin eða lokuð, hvort skýþjónusta er notuð o.s.frv. Allir framangreindir þættir hafa áhrif á hversu mikil og líkleg raunveruleg áhætta er og þar með hvaða aðgerðir eru raunhæfar til að ná ásættanlegri reglufylgni. Með ofangreint í huga, er rétt að fyrirtæki „ýti á móti“ þeim þunga, sem ný persónuverndarlög hafa í för með sér. Þannig geta fyrirtæki lágmarkað fyrirhöfn og kostnað, á sama tíma og þess er gætt, að þau mæti öllum helstu kröfum, sem ný persónuverndarlög gera til þeirra.Höfundur er lögmaður hjá Fjeldsted & Blöndal og sérfræðingur í persónuverndarrétti
Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga 72 prósent aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins hafa ekki hafið undirbúning fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Þar segir að 24 prósent fyrirtækja hafi hafið undirbúning vegna laganna. 12. desember 2017 16:16
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun