Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 22:28 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum. Fréttir af flugi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira