Norðmenn áttu frábæra Ólympíuleika þar sem þeir unnu 39 verðlaun þar af fjórtán gullverðlaun. Aldrei áður hefur ein þjóð unnið jafnmörg verðlaun á einum leikum. Þetta er í fyrsta sinn í sextán ár þar sem Norðurmenn vinna flest gullverðlaun á leikunum en þeir unnu þrettán gull í Salt Lake City 2002.
39 verðlaun Norðmanna skiptust þannig: 14 í skíðagöngu (7 gull, 4 silfur, 3 brons), 7 í alpagreinum (1 gull, 4 silfur, 2 brons), 6 í skíðaskotfimi (1 gull, 3 silfur, 2 brons), 5 í skíðastökki (2 gull, 1 silfur, 2 brons), 4 í skautahlaupi (2 gull, 1 silfur, 1 brons), 1 gull í skíðafimi, 1 silfur í norrænni tvíkeppni og 1 brons í krullu.
Norðmenn leggja til tæpa tvo milljarða íslenskra króna til íþróttafólks síns á ári hverju sem er minna en helmingur af því sem vetrarólympíuleikarnir kostuðu sem dæmi skattborgara Bretlands. BBC segir frá þessu og forvitnaðist aðeins meira um afrek Norðmanna í Pyeongchang.
Norway topped so many podiums at the Winter Olympics, they ran out of commemorative shoes!
The best #Pyeongchang2018 stats: https://t.co/zAUZhrMONPpic.twitter.com/23ALE50aam
— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2018
Íþróttafólkið hefur þó fengið sérstaka gullskó fyrir að komast á verðlaunapallinn en þessir skór kláruðust í Pyeongchang. Norðmenn voru eiginlega að vinna of mörg verðlaun þótt enginn sé að kvarta á þeim bænum.
Í frétt BBC kemur fram að skíðafólkið æfir saman í 250 daga á ári, þau spila saman og halda sameiginleg taco kvöld. Kjetil Jansrud sem vann brons í stórsvigi á ÓL 2018 sagði blaðmanni BBC að „engir skíthælar“ væru leyfðir í liðinu. Það væri lykilatriði í því að búa til góðan liðsanda.
Interesting read into Norway’s mentality towards elite sport and their focus on valuing people, not just results. I particularly enjoy the “no jerks allowed” attitude.. https://t.co/xkXrjIza6o
— Lizzie Simmonds (@LizzieSimmonds1) February 26, 2018
„Verðlaunalistinn er eitt en hann skiptir ekki öllu. Mikilvægast er að við höfðum gaman allan tímann og það að við séum öll vinir og að við verðum áfram öll vinir,“ sagði Tore Ovrebo.
International News
“No jerks!”: The secret to ‘little’ Norway’s most-medals-at-the-Olympics triumph
Famous for its mountains, fjords and rugged beards, Norway gave the world the Vikings and A-ha — and for good measure it even invented the cheese slicer https://t.co/mTT2cCXULapic.twitter.com/5F5kQaFx6n
— BedfordEdenvaleNews (@BedfordEdenvale) February 27, 2018
ÓL 2018: 1. sæti (39 verðlaun - 14-14-11)
ÓL 2014: 2. sæti (26 verðlaun - 11-5-10)
ÓL 2010: 4. sæti (23 verðlaun - 9-8-6)
ÓL 2006: 13. sæti (19 verðlaun - 2-8-9)
ÓL 2002: 1. sæti (25 verðlaun - 13-5-7)