Konur tóku sér pláss á Eddunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 21:14 Kvennasamstaða einkenndi upphafsatriði Eddunnar í ár. Skjáskot af RÚV Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni. Eddan MeToo Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni.
Eddan MeToo Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira