Gerum betur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar