Gerum betur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar