Kenndu liðsfélaganum um tapið en nú vill kóreska þjóðin setja þær sjálfar í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:00 Kim Bo Reum og Park Ji Woo voru langt á undan Noh Seon-yeong. Vísir/EPA Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn. Ólympíuleikar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Það er ekki vel liðið í Suður-Kóreu að henda liðsfélaga sínum fyrir rútuna. Það sannaðist best í máli suður-kóresku sveitarinnar í skautaspretthlaupi kvenna. Suður-kóreska sveitin ætlaði sér að berjast um verðlaun á leikunum en mistókst síðan að komast í gegnum átta liða úrslitin. Vonbrigðin voru gríðarlega, bæði hjá keppendunum sjálfum sem og áhorfendum í stúkunni sem og heima í stofu. Þetta er þriggja manna sveit en tíminn stöðvast ekki fyrr en allar þrjár eru komnar í mark. Kim Bo-reum og Park Ji-woo, tveir liðsmenn suður-kóresku sveitarinnar, voru næstum því fjórum sekúndum á undan Noh Seon-yeong. Þær skildu hana eftir. Klukkan gekk hinsvegar þangað til að Noh Seon-yeong komst yfir marklínuna og tíminn var ekki nógu góður til að koma suður-kóreska liðinu í undanúrslitin. Þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo kenndu Noh Seon-yeong síðan um tapið eftir keppnina og virtu hana ekki viðlits þar sem hún sat grátandi eftir keppnina. Sá eini sem huggaði hana var hollenski þjálfarinn Bob de Jong. Noh Seon-yeong ætlaði sér að vinna gullið fyrir bróður sinn sem lést úr krabbameini árið 2016 en hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari í skautaspretthlaupi. Sá draumur rættist ekki og breyttist í raun í martröð eftir að liðsfélagar hennar yfirgáfu hana.Olympic speed skater Kim Boreum receives backlash for interview https://t.co/njSNzojIpupic.twitter.com/TdniiBP0I5 — Netizen Buzz (@netizenbuzz) February 20, 2018 Afsakanir Kim Bo-reum og Park Ji-woo skiluðu þeim aftur á móti ekki miklum vinsældum meðal suður-kóresku þjóðarinnar. Þvert á móti því það var sett af stað undirskrifasöfnum um að þær Kim Bo-reum og Park Ji-woo yrðu settar í bann frá landsliðinu. Guardian segir frá. Fljótlega voru komnar fimm hundruð þúsund undirskriftir og málið farið að kalla á pólítísk afskipti. Kim Bo-reum hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en það hefur ekki náð að slökkva eldinn.
Ólympíuleikar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira