Enginn vildi styrkja eina stærstu stjörnu Svía fyrir ÓL en það er allt breytt núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:00 Hanna Öberg með Karl Gústaf Svíakonungi. Vísir/Getty Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Sjá meira
Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Sjá meira