Sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 17:30 Bradie Tennell. Vísir/Getty Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
Á sama tíma og Rússar unnu tvöfalt í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þá var ekki boðið upp á rismikla frammistöðu hjá bandarísku stelpunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rússar ná bæði í gull og silfur í greininni en það þurfti að fara niður í níunda sæti til að finna efstu bandarísku skautakonuna. Bandaríkin hafa eignast margar skautdrottningar í sögu Ólympíuleikanna en þetta voru þriðji Ólympíuleikarnir í röð þar sem engin bandarísk kona er á verðlaunapalli í listdansi á skautum. Rússar voru að vinna gull á öðrum leikunum í röð. Á síðustu tveimur Ólympíuleikum rétt missti bandarísk stelpa af verðlaunum í bæði skiptin en að þessu sinni voru þær bandarísku mjög langt frá verðlaunapallinum. Samkvæmt frétt í USA Today þá var þetta sögulega lélegt hjá bandarísku skautadrottningunum.U.S. women provide chills and spills but no medals in 2018 Winter Olympics figure skating https://t.co/sbBJDn6bQS — USA TODAY (@USATODAY) February 23, 2018 Þetta var meira segja lélegra en á leikunum í Innsbruck árið 1964 sem fóru fram þremur árum eftir að allt bandaríska skautalandsliðið fórst í hræðilegu flugslysi. Þá voru bandarísku stelpurnar í sjötta, sjöunda og áttunda sæti. Bradie Tennell stóð sig best í nótt en náði aðeins níunda sæti. Alls voru þrjár rússneskar stelpur, tvær japanskar, ein kóresk, ein kandadísk og ein ítölsk á undan efstu bandarísku stelpunni. Bradie Tennell datt í æfingu sinni alveg eins og Karen Chen sem varð ellefta. Þær voru báðar á sínum fyrstu leikum. Mirai Nagasu náði sætinu á milli þeirra en hún varð fjórða á leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum. Mirai Nagasu talaði síðan bara um það eftir keppni að hún væri stjarna sem ætti skilið að fá að keppa í sjónvarpsþættinum „Dansað við stjörnurnar“ eða „Dancing with the Stars“.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira