Innlent

Banaslys enn í rannsókn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Við björgunarstörf vegna flugslyss í Kapelluhrauni.
Við björgunarstörf vegna flugslyss í Kapelluhrauni. Vísir/ernir
Tvö banaslys sem urðu í flugi hérlendis á árinu 2015 eru enn til meðferðar hjá flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa. Einn maður lést er ferjuflugvél brotlenti í Barkárdal í ágúst 2015 og tveir fórust með kennsluflugvél í Kapelluhrauni í nóvember sama ár.

Þorkell Ágústsson rannsóknarstjóri segir að Barkárdalsmálið, þar sem flugmaðurinn komst lífs af, sé lengra komið. Rannsóknarnefndin sé nú með drög að skýrslu um málið til meðferðar. Meðferð slyssins í Kapelluhrauni sé skemmra komin. „Það er næst á dagskrá á eftir þessari. Það eru drög að skýrslu í vinnslu sem verða síðan lögð fyrir nefndina,“ segir Þorkell.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×