Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 22:39 Vindaspákort Veðurstofu Íslands fyrir klukkan 18 á morgun. veðurstofa íslands Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37