Skírði sigurmark tvíburasystur sinnar eftir lagi Britney Spears Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Jocelyne og Monique Lamoureux fagna saman með gullið um hálsinn. Vísir/Getty Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira