Slysasleppingar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun