Umskurn sveinbarna Jón Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Um það bil þriðjungur allra sveinbarna á jörðinni er umskorinn á forhúð nokkrum dögum eftir fæðingu. Þetta á við um mikinn meirihluta sveinbarna í Norður-Afríku og víðar í álfunni, Arabalöndum, Persíu, í Mið-Asíu og í Indónesíu og um það bil helming sveinbarna í Norður-Ameríku. Lítill hluti umskorinna eru synir Gyðinga en meðal þeirra nýtur athöfnin sérstakrar helgi. Umskurn sveinbarna er smávægileg og fljótleg skurðaðgerð á húðfellingu, einna líkust minnstu lýtalækningum. Auðvelt er að koma við staðdeyfingu og annarri heilsugæslu. Umskurn sveinbarna samrýmist öllum þekktum hugmyndum um forræði foreldra. Hún er eins ólík umskurn ungmeyja og orðið getur. Frumvarp til laga um bann við umskurn sveinbarna byggist á vanþekkingu og misskilningi. Refsiákvæði þess hljóta auk þess að teljast óhæfileg og niðurlægjandi. Enginn vafi er um góðan ásetning, en misskilin góðsemi og æskuhroki meðflytjenda koma einnig við sögu. Í núverandi aðstæðum hérlendis snertir bann þetta nær einvörðungu fjölskyldur aðfluttra múslíma. Í Fréttablaðinu (laug. 17.2. 2018) telur Óttarr Guðmundsson geðlæknir sæma að tengja þetta frumvarp sérstaklega við Framsóknarflokkinn og löngu látinn leiðtoga Framsóknarmanna. Hermann Jónasson forsætisráðherra tók þá erfiðu ákvörðun skömmu fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari að meina nokkrum Gyðingum landgöngu hér. Í þessu fylgdi hann fordæmi Breta, Svía og fleiri nágrannaþjóða. Full alvara málsins var ekki kunn hér þá, en ábyrgðin er hin sama. Eftir styrjöldina átti Thor Thors sendiherra góðan hlut að því að rétta orðspor Íslendinga. Ummæli Óttars eru hugsuð sem meinlítið skens. En þau eru óviðeigandi. Og Gyðingar og Ísraelsríki njóta virðingar meðal Íslendinga.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Um það bil þriðjungur allra sveinbarna á jörðinni er umskorinn á forhúð nokkrum dögum eftir fæðingu. Þetta á við um mikinn meirihluta sveinbarna í Norður-Afríku og víðar í álfunni, Arabalöndum, Persíu, í Mið-Asíu og í Indónesíu og um það bil helming sveinbarna í Norður-Ameríku. Lítill hluti umskorinna eru synir Gyðinga en meðal þeirra nýtur athöfnin sérstakrar helgi. Umskurn sveinbarna er smávægileg og fljótleg skurðaðgerð á húðfellingu, einna líkust minnstu lýtalækningum. Auðvelt er að koma við staðdeyfingu og annarri heilsugæslu. Umskurn sveinbarna samrýmist öllum þekktum hugmyndum um forræði foreldra. Hún er eins ólík umskurn ungmeyja og orðið getur. Frumvarp til laga um bann við umskurn sveinbarna byggist á vanþekkingu og misskilningi. Refsiákvæði þess hljóta auk þess að teljast óhæfileg og niðurlægjandi. Enginn vafi er um góðan ásetning, en misskilin góðsemi og æskuhroki meðflytjenda koma einnig við sögu. Í núverandi aðstæðum hérlendis snertir bann þetta nær einvörðungu fjölskyldur aðfluttra múslíma. Í Fréttablaðinu (laug. 17.2. 2018) telur Óttarr Guðmundsson geðlæknir sæma að tengja þetta frumvarp sérstaklega við Framsóknarflokkinn og löngu látinn leiðtoga Framsóknarmanna. Hermann Jónasson forsætisráðherra tók þá erfiðu ákvörðun skömmu fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari að meina nokkrum Gyðingum landgöngu hér. Í þessu fylgdi hann fordæmi Breta, Svía og fleiri nágrannaþjóða. Full alvara málsins var ekki kunn hér þá, en ábyrgðin er hin sama. Eftir styrjöldina átti Thor Thors sendiherra góðan hlut að því að rétta orðspor Íslendinga. Ummæli Óttars eru hugsuð sem meinlítið skens. En þau eru óviðeigandi. Og Gyðingar og Ísraelsríki njóta virðingar meðal Íslendinga.Höfundur er fv. skólastjóri
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun