Brú yfir Fossvog myndi gerbreyta tengingu Kársness við miðborgina Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson. Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira