Göngum við í takt? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. febrúar 2018 09:57 Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun