Stormar í vatnsglösum Haukur Örn Birgisson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar