Góðar hugmyndir og vondar Snædís Karlsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:59 Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar