Misráðin höft Hörður Ægisson skrifar 9. mars 2018 07:00 Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar