Vonbrigði hversu hægt miðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:00 Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira