

Haltu kjafti og vertu sæt!
En það var kannski vegna þess að þær voru einstæðar sem ég var þæg, ég tengdi karlmannsleysi þeirra við baráttuandann, hvaða karlmaður þorði að vera með svona sterkum konum? Ég lærði snemma að það væri betra að vera soldið þæg, yfirmenn og kærastar kunnu að meta að maður væri ekki með of mikil læti, manni var verðlaunað fyrir það að haga sér eins þeir vildu. Ég var vel liðin í starfi hvert sem ég kom, en stundum gerðist eitthvað í vinnu þar sem réttlætiskennd minni var svo misboðið að ég lét í mér heyra, ég vann eitt sinn á karlmannsvinnustað í þjónustu við stórfyrirtæki, einn karlmaður hjá stærsta fyrirtækinu sem við þjónustuðum var alltaf mjög dónalegur við mig og samstarfsmenn mína, hann hellti sér yfir okkur við minnsta tilefni með svívirðingum. Eitt föstudagskvöld þegar ég var loks komin heim eftir mikla vinnutörn þar sem ég hafði eytt vikunni í að reyna þjónusta þennan mann með tilheyrandi niðrandi athugasemdum þá hringdi hann og hellti sér yfir mig og vinnuna sem við höfðum skilað og kallaði samtarfskonur mínar heimskar, hæfileikalausar og þaðan fram eftir götunum, þá fékk ég nóg, ég sagði honum “að hoppa upp í rassgatið á sér” og skellti á hann. Ég vissi hver afleiðing þess yrði, mér yrði vikið úr starfi, og það stóðst, mér var sama, ég gat ekki lengur unnið á vinnustað þar sem svona framkoma var liðin og yfirmenn mínir leyfðu viðskiptavinum að koma illa fram við starfsfólk sitt. Þessum manni var svo mánuði seinna vikið úr starfi á sínum vinnustað vegna hegðunar sinnar.
Ég er ekki fyrsta og ekki síðasta konan til að vera rekin úr starfi fyrir að vilja lágmarks virðingu, mannsæmandi laun og vinnuskilyrði, þegar við höfum hátt þá hefur það afleiðingar og við þurfum að geta tekið þeim, en sumar konur hafa ekki val.
Margar konur hafa ekki bakland sem styður þær, þær vinna í láglaunastörfum, eru margar erlendar og án fjölskyldu hér og hafa fyrir börnum að sjá, þær þora ekki að láta í sér heyra. Vinnuveitendur þeirra eru sjaldnast að kynna þeim réttindi sín og allt of algengt er að á þeim er brotið. Þegar #metoo sögur kvenna af erlendum uppruna komu í dagsljósið í vetur komst skíturinn upp á yfirborðið. Við urðum öll sjokkeruð yfir meðferðinni sem þær máttu sæta, ég varð að hætta að lesa þessar sögur því ég grét svo mikið, ég skammaðist mín, ég skammaðist mín fyrir að hafa ekki vitað af þessu og hafa ekki gert betur til að huga að konum í lægstu stéttum samfélagsins.
En sem betur fer er fólk sem vill gera betur, það er ný dögun í uppsiglingu, Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-lista hlutu yfirburða sigur í kosningum Eflingar, þar er fólk á ferð sem mun vinna fyrir lægstu stéttir og bæta kjör þeirra, kynna þeim réttindi sín og að framfylgja þeim. “Sólveig Anna skekur markaðinn” er fyrirsögn ársins í Viðskiptablaðinu, og það er satt, markaðurinn má vara sig, græðgisöfl mega vara sig, konur hafa rödd og munu láta í sér heyra. Innan Pírata eru sterkar konur sem ég hef kynnst gegnum starf mitt þar, konur sem eru með ríka réttlætiskennd, vinna fyrir bættum kjörum fólks og gegn spillingu. Við höfum loks stofnað Femínistafélag Pírata og fannst mér sérstaklega ánægjulegt að á stofnfundinn mættu karlar sem og konur og Helgi Hrafn er til að mynda með okkur í stjórn. Í Pírötum styðja karlmenn baráttu kvenna og það er mikilvægt, þar eru menn ekki hræddir við sterkar konur því þeir eru sterkir sjálfir.
Eða eins og vinur minn sagði eitt sinn við mig þegar ég sagðist vera fráhrindandi fyrir karlmenn vegna “öfgafulla” skoðanna minna, “Hvers vegna ættir þú að vilja vera með manni sem ekki þolir baráttuanda þinn, karlmaður með baráttuanda lítur á það sem sinn helsta kost og aðdráttarafl, þú ættir að gera það líka!”
Áfram Stelpur!
Höfundur er stofnandi Puzzy Patrol og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík
Skoðun

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar