Segir ríkisstjórn Trump í stríði við Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 23:22 Frá mótmælum í Kaliforníu í dag gegn Jeff Sessions. Vísir/AFP Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira