Tilraunin Bjarni Karlsson skrifar 7. mars 2018 07:00 Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar