Erlent

Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gary Cohn.
Gary Cohn. Vísir/Getty
Gary Cohn, aðalefnahagsráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hyggst segja af sér, samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. 

Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum en hugmyndir forsetans um háa verndartolla á stál og ál hafa reynst afar umdeildir vestanhafs.

Gary hefur verið minn aðal efnahagsráðgjafi og stóð sig frábærlega í því að móta skattalækkanir og til að gefa bandarískum efnahag lausan tauminn á ný,“ sagði Trump í yfirlýsingu til New York Times.

„Hann er einstaklega hæfileikaríkur og ég þakka honum fyrir starf sitt í þágu bandarísku þjóðarinnar.“

Búist er við því að Cohn hætti störfum á næstu vikum, en nokkrir hátt settir ráðgjafar forsetans hafa kvatt Hvíta húsið undanfarnar vikur, meðal annars Omaorsa Manigault og Hope Hicks, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.

Í yfirlýsingu sagði Cohn að það hefði verið ánægjulegt að vinna að efnahagsstefnu sem gagnist amerísku þjóðinni, þá sérstaklega að skattalækkunum.

Samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins hættir Cohn í góðu og þá segir einnig að hann muni áfram ræða stefnumál við forsetann eftir að hann hverfur frá störfum.

 


Tengdar fréttir

Segir tollastríð sjaldan enda vel

Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×