Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur. Samgöngur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur.
Samgöngur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira