Lenti á öðrum hreyflinum í Goose Bay eftir að bilun kom upp Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2018 12:39 Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði