Jürgen Klopp: Íslenskur sigur á HM væri stærsta stund fótboltasögunnar | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 14:56 Jürgen Klopp brosir til Magnúsar á fundinum í dag. skjáskot Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mikill aðdáandi íslensku þjóðarinnar eftir að hafa komið hingað á skíði í fyrra. Hann á ekki orð yfir íþróttaafrek Íslendinga en strákarnir okkar eru, eins og allir vita, á leið á HM í Rússlandi í sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, var staddur á blaðamannafundi Klopps fyrir leikinn gegn Porto í Meistaradeildinni í dag og fékk síðustu spurningu fundarins. Hann nýtti hana ekki til að vita meira um Liverpool heldur spurði Magnús Þjóðverjann hvað hann telji að Ísland geti gert á HM í sumar. Klopp brosti sínu breiðasta og hló dátt áður en hann hugsaði málið í smástund. Hann hélt svo mikla lofræðu um íslenska íþróttamenn og íslensku þjóðina. „Ég var á skíðum á Íslandi síðasta sumar sem var ein besta upplifun lífs míns. Hvað búa margir þarna? 300.000?“ spurði Klopp en Magnús bætti við 40.000 manns. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er alveg ótrúlegt,“ svaraði Klopp. „Rætur fótboltans eru eins og rætur lífsins. Það þarf ekki mikið af fólki til að gera góða hluti heldur bara rétta fólkið. Það sem Ísland er búið að gera í fótbolta er alveg ótrúlegt og ekki bara fótbolta heldur handbolta líka,“ sagði sá þýski. Klopp vonast eftir íslenskum sigri á HM svo framarlega að Þýskalandi og Englandi takist ekki að vinna heimsmeistaramótið. „Maður gæti haldið að það væru bara íþróttamenn á Íslandi en þarna eru líka læknar og kennarar og allt þetta með bara 340.000 manns. Ég skil ekki hvernig þetta gengur upp,“ sagði hann. „Ef Þýskaland vinnur ekki og ekki England þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði það ótrúlegasta í sögu fótboltans. Ég elska viðhorf íslensku þjóðarinnar. Þetta er frábært land. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Jürgen Klopp. Svar Jürgens Klopps má sjá hér að neðan en spurningin frá Magnúsi kemur á 40:37
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Sjá meira