Keli þjófur Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. mars 2018 07:00 Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar