Segir meiri umferð af íbúabyggð en spítala Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. mars 2018 09:00 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi en enn er deilt um staðsetninguna. Vísir/Anton Brink „Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
„Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira