Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2018 19:30 Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður. Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður.
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira