Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 14:30 Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48