Slysi afstýrt Hörður Ægisson skrifar 2. mars 2018 09:00 Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar