Pútín sýndi sprengjuregn yfir Flórída Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 22:36 Hér má glöggt sjá Flórída-skaga. Vísir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“ Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“
Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43