Að skapa störf og hagnað utan landhelginnar Jón Kaldal skrifar 1. mars 2018 07:00 Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun