Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2018 22:45 Skriflegar lýsingar á lykilaugnablikum sem lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa afhent rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, er tilraun þeirra til að reyna að takmarka umfang viðtals Trump við saksóknarana. Á sama tíma íhugar Trump að ráða lögmann sem telur alríkislögregluna og dómsmálaráðuneytið reyna að koma sök á forsetann. Markmið lögmannanna er að takmarka viðtalið við sérvalin viðfangsefni. Ástæðan er sú að þeir óttast að Trump gæti farið sér að voða í löngu viðtali við rannsakendur í ljósi þess hversu frjálslega hann fer með staðreyndir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Trump er hins vegar sjálfur sagður „iða í skinninu“ að ræða við rannsakendurna. Lögmennirnir eru hins vegar ekki eins spenntir. Á meðal gagnanna sem lögmennirnir hafa sent Mueller eru minnisblöð Hvíta hússins og bréfaskipti sem áttu sér stað í kringum atburði sem hann rannsakar, þar á meðal brottrekstur James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Einnig kannar hann hvort að Trump hafi gerst sekur um að hindra framgang rannsóknarinnar, ekki síst þegar hann ákvað að reka Comey.Lét gamminn geisa um rannsóknina um helgina Þrátt fyrir að Trump hafi farið mikinn um meintar „nornaveiðar“ gegn sér og ítrekað fullyrt að ekkert samráð við Rússa hafi átt sér stað fyrir forsetakosningarnar hefur forsetinn að mestu látið vera að ráðast á Mueller sjálfan að ráðum lögmanna sinna. Undanfarið virðist Trump hins vegar hafa ákveðið að sókn sé besta vörnin gegn rannsókninni. Þannig nefndi hann Mueller í fyrsta skipti á nafn í röð tísta um helgina þar sem hann réðst einnig að heilindum fyrrverandi forystumanna alríkislögreglunnar FBI sem hann rak. Spurði Trump, út frá röngum forsendum, hvers vegna starfslið Mueller væri fullt af „forhertum“ demókrötum en engum repúblikönum. Rannsóknin hefði aldrei átt að fara af stað þar sem ekkert samráð og engir glæpir hafi átt sér stað. Tístin komu í kjölfar þess að einn lögmanna Trump kallaði eftir því að rannsóknin yrði látin falla niður. Í fyrstu sagðist hann koma fram fyrir hönd forsetans en leiðrétti sig síðar og sagðist hafa talað í eigin nafni. Áhyggjur hafa nú vaknað um að Trump sér að undirbúa jarðveginn til að reka Mueller. Þingmenn demókrata vilja að gripið verði til aðgerða í þinginu til að verja rannsóknina. Nokkrir repúblikanar hafa einnig varað Trump við því að kippa fótunum undan Mueller. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sagði þannig að það yrði upphafið að endi forsetatíðar Trump.Fátt reitir Trump forseta eins til reiði og fréttir af Rússarannsókninni sem hann afskrifar sem nornaveiðar gegn sér.Vísir/AFPHæpin kenning um samsæri gegn Trump Til marks um aukna hörku Trump gagnvart rannsókninni er hann nú sagður ætla að ráða Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump, að því er segir í frétt New York Times. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar. Fátt styður þá samsæriskenningu. FBI var með bæði Trump og Clinton til rannsóknar í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Ekki var greint opinberlega frá rannsókninni á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa fyrr en eftir kosningarnar. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, greindi hins vegar frá því að rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton þegar hún var utanríkisráðherra hefði verið opnuð aftur aðeins rúmri viku fyrir kjördag. Ekkert kom út úr þeirri rannsókn. Upphaflega ástæðan sem dómsmálaráðuneyti Trump gaf fyrir ákvörðuninni um að reka Comey í maí í fyrra var hvernig hann hefði hagað tilkynningunni um rannsóknina á Clinton. Trump sagði hins vegar skömmu síðar í sjónvarpsviðtali að hann hefði haft Rússarannsóknina í huga þegar hann sparkaði Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Vara Trump við því að hrófla við Mueller Trump fór mikinn á Twitter um helgina. 19. mars 2018 08:27 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Skriflegar lýsingar á lykilaugnablikum sem lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa afhent rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, er tilraun þeirra til að reyna að takmarka umfang viðtals Trump við saksóknarana. Á sama tíma íhugar Trump að ráða lögmann sem telur alríkislögregluna og dómsmálaráðuneytið reyna að koma sök á forsetann. Markmið lögmannanna er að takmarka viðtalið við sérvalin viðfangsefni. Ástæðan er sú að þeir óttast að Trump gæti farið sér að voða í löngu viðtali við rannsakendur í ljósi þess hversu frjálslega hann fer með staðreyndir, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Trump er hins vegar sjálfur sagður „iða í skinninu“ að ræða við rannsakendurna. Lögmennirnir eru hins vegar ekki eins spenntir. Á meðal gagnanna sem lögmennirnir hafa sent Mueller eru minnisblöð Hvíta hússins og bréfaskipti sem áttu sér stað í kringum atburði sem hann rannsakar, þar á meðal brottrekstur James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Einnig kannar hann hvort að Trump hafi gerst sekur um að hindra framgang rannsóknarinnar, ekki síst þegar hann ákvað að reka Comey.Lét gamminn geisa um rannsóknina um helgina Þrátt fyrir að Trump hafi farið mikinn um meintar „nornaveiðar“ gegn sér og ítrekað fullyrt að ekkert samráð við Rússa hafi átt sér stað fyrir forsetakosningarnar hefur forsetinn að mestu látið vera að ráðast á Mueller sjálfan að ráðum lögmanna sinna. Undanfarið virðist Trump hins vegar hafa ákveðið að sókn sé besta vörnin gegn rannsókninni. Þannig nefndi hann Mueller í fyrsta skipti á nafn í röð tísta um helgina þar sem hann réðst einnig að heilindum fyrrverandi forystumanna alríkislögreglunnar FBI sem hann rak. Spurði Trump, út frá röngum forsendum, hvers vegna starfslið Mueller væri fullt af „forhertum“ demókrötum en engum repúblikönum. Rannsóknin hefði aldrei átt að fara af stað þar sem ekkert samráð og engir glæpir hafi átt sér stað. Tístin komu í kjölfar þess að einn lögmanna Trump kallaði eftir því að rannsóknin yrði látin falla niður. Í fyrstu sagðist hann koma fram fyrir hönd forsetans en leiðrétti sig síðar og sagðist hafa talað í eigin nafni. Áhyggjur hafa nú vaknað um að Trump sér að undirbúa jarðveginn til að reka Mueller. Þingmenn demókrata vilja að gripið verði til aðgerða í þinginu til að verja rannsóknina. Nokkrir repúblikanar hafa einnig varað Trump við því að kippa fótunum undan Mueller. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sagði þannig að það yrði upphafið að endi forsetatíðar Trump.Fátt reitir Trump forseta eins til reiði og fréttir af Rússarannsókninni sem hann afskrifar sem nornaveiðar gegn sér.Vísir/AFPHæpin kenning um samsæri gegn Trump Til marks um aukna hörku Trump gagnvart rannsókninni er hann nú sagður ætla að ráða Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump, að því er segir í frétt New York Times. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar. Fátt styður þá samsæriskenningu. FBI var með bæði Trump og Clinton til rannsóknar í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Ekki var greint opinberlega frá rannsókninni á meintu samráði Trump-framboðsins við Rússa fyrr en eftir kosningarnar. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, greindi hins vegar frá því að rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton þegar hún var utanríkisráðherra hefði verið opnuð aftur aðeins rúmri viku fyrir kjördag. Ekkert kom út úr þeirri rannsókn. Upphaflega ástæðan sem dómsmálaráðuneyti Trump gaf fyrir ákvörðuninni um að reka Comey í maí í fyrra var hvernig hann hefði hagað tilkynningunni um rannsóknina á Clinton. Trump sagði hins vegar skömmu síðar í sjónvarpsviðtali að hann hefði haft Rússarannsóknina í huga þegar hann sparkaði Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Vara Trump við því að hrófla við Mueller Trump fór mikinn á Twitter um helgina. 19. mars 2018 08:27 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00
Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30