Ari Leví Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Á Alþingi hefur maður nokkur lagt út í þann fábjánaskap að spyrja um hitt og þetta. Mest þó um það hvernig peningum landsmanna er varið. Eins og einhvern varði um það? Þessum manni gengur misvel að fá spurningum sínum svarað. Hann spyr samt áfram. Þegar þessi blessaði þingmaður hafði spurt og þráspurt um eitt og annað lengi dags, og haft uppi orð um að hann myndi spyrja meira, fóru reiknimeistarar – þeir sem áttu að svara spurningunum um kostnaðinn – að reikna út hvað hver spurning kostaði. Plús hvert svar. Þeir þóttust þá vera að vinna vinnuna sína; stundum kallað „ábyrg meðferð opinberra fjármuna“. Í viðleitni sinni við að svara ekki spurningum mannsins sem spurði, ákváðu þeir að reikna út hvað það hefði kostað þjóðarbúið ef Ari hefði verið á þingi. Þessi sem Ingibjörg Þorbergs söng um hérna á síðustu öld og spurði eins og hver annar Pírati um alls konar þvælu og gekk svo nærri foreldrum sínum að þau fóru undan, ýmist í flæmingi eða á Valíum. Fyrir svo utan að reiknilíkanið Ari drap nánast ömmu sína með spurningaflóði – og afi hans brotnaði víst undan fitufordómum barnsins. Ern gamalmenni rámar eflaust í að Ari spurði móður sína: „Mamma af hverju er himininn blár?“ Nú er Björn Leví, nafnið á þessum kostnaðarsama í þinginu, ekki að spyrja mömmu sína að neinu. Hann hefði samt kannski betur gert það, kauplaust, áður en hann náði kjöri. En, það má samt nota spurningar Ara sem viðmið. Ekki vegna þess að þær séu sambærilegar í öllu heldur vegna heimskulegrar sannfæringar, spurula píratans og strákóbermisins sem var alla að kæfa með krefjandi leiðindum: „Þið eigið að segja mér satt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur maður nokkur lagt út í þann fábjánaskap að spyrja um hitt og þetta. Mest þó um það hvernig peningum landsmanna er varið. Eins og einhvern varði um það? Þessum manni gengur misvel að fá spurningum sínum svarað. Hann spyr samt áfram. Þegar þessi blessaði þingmaður hafði spurt og þráspurt um eitt og annað lengi dags, og haft uppi orð um að hann myndi spyrja meira, fóru reiknimeistarar – þeir sem áttu að svara spurningunum um kostnaðinn – að reikna út hvað hver spurning kostaði. Plús hvert svar. Þeir þóttust þá vera að vinna vinnuna sína; stundum kallað „ábyrg meðferð opinberra fjármuna“. Í viðleitni sinni við að svara ekki spurningum mannsins sem spurði, ákváðu þeir að reikna út hvað það hefði kostað þjóðarbúið ef Ari hefði verið á þingi. Þessi sem Ingibjörg Þorbergs söng um hérna á síðustu öld og spurði eins og hver annar Pírati um alls konar þvælu og gekk svo nærri foreldrum sínum að þau fóru undan, ýmist í flæmingi eða á Valíum. Fyrir svo utan að reiknilíkanið Ari drap nánast ömmu sína með spurningaflóði – og afi hans brotnaði víst undan fitufordómum barnsins. Ern gamalmenni rámar eflaust í að Ari spurði móður sína: „Mamma af hverju er himininn blár?“ Nú er Björn Leví, nafnið á þessum kostnaðarsama í þinginu, ekki að spyrja mömmu sína að neinu. Hann hefði samt kannski betur gert það, kauplaust, áður en hann náði kjöri. En, það má samt nota spurningar Ara sem viðmið. Ekki vegna þess að þær séu sambærilegar í öllu heldur vegna heimskulegrar sannfæringar, spurula píratans og strákóbermisins sem var alla að kæfa með krefjandi leiðindum: „Þið eigið að segja mér satt.“
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar