Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Grunnskólakennarar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning um þessar mundir. Vísir/AntonBrink Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira