Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 13:00 Íslenskir læknar, sem hafa farið í sérnám í Bandaríkjunum, hafa undanfarin misseri ekki fengið starfsleyfi vegna sérmenntunarinnar. Getty Læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sinni sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að eldri læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“ Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“
Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira