Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:15 Sigurður Ingi tekur við mótmælalistanum. Eyþór Stefánsson Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45