Sjáið einstaka sýningu Julio Borba Telma Tómasson skrifar 16. mars 2018 17:30 Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba. Stöð 2 Sport Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig. Hestar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig.
Hestar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira