Sjáið einstaka sýningu Julio Borba Telma Tómasson skrifar 16. mars 2018 17:30 Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba. Stöð 2 Sport Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig. Hestar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig.
Hestar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira