Í vörn Hörður Ægisson skrifar 16. mars 2018 08:00 Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar