Tengdadóttir Trump sækir um skilnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 06:39 Vanessa Trump ásamt Donald Trump yngri Vísir/Getty Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59