Tugmilljóna skattur á styrktarsjóði skoðaður Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir HÍ greiða styrktarsjóðir skólans meira í fjármagnstekjuskatt en sjóðir á Norðurlöndunum. Vísir/Anton „Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
„Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira