Bandaríkjaforseti stærir sig af því að hafa „skáldað“ upplýsingar við Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 10:13 Trump kom við á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær og gagnrýndi þar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hafa „búið til“ fullyrðingar um meintan viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kanada á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra nágrannalandsins, á fjáröflunarviðburði í Missouri í gær.Washington Post segir að Trump hafi í ræðu stært sig af því að hafa fullyrt við Trudeau að það hallaði á Bandaríkin í vöruskiptum við Kanada án þess að hann hefði í raun hugmynd um hvort að það væri rétt. Hann hafi einnig hermt eftir Trudeau. Í frásögn Trump hafi Trudeau staðið fastur á því að enginn vöruskiptahalli væri til staðar fyrir Bandaríkin á fundinum. „Ég sagði: „Rangt, Justin, þið hafið hann“. Ég vissi það ekki einu sinni...ég hafði enga hugmynd. Ég sagði bara: „Þú hefur rangt fyrir þér“. Vitið þið af hverju? Vegna þess að við erum svo heimsk...og ég hélt að þeir væru snjallir,“ heyrist Trump segja á upptöku sem blaðið hefur undir höndum. Trump lét þó ekki staðar numið þar. Þannig fullyrti hann í ræðunni í gær að hann hefði sent aðstoðarmann sinn út af fundinum með Trudeau til að komast að raun um hvort að vöruskiptahallinn væri raunverulegur eða ekki. Í ljós hafi komið að hann sjálfur hefði haft á réttu að standa. „„Jæja, herra, þú hefur reyndar rétt fyrir þér. Við erum ekki með neinn vöruskiptahalla en það nær ekki til orku og timburs. Þegar þú tekur það með töpum við 17 milljörðum dollara á ári.“ Þetta er ótrúlegt,“ sagði Trump við fjárhagslega stuðningsmenn sína. Yfirlýsingar Trump stangast hins vegar á við gögn hans eigin ríkisstjórnar. Þannig segir skrifstofa viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna að afgangur sé af viðskiptum við Kanada. Kanadíski blaðamaðurinn Daniel Dale frá Toronto Star bendir ennfremur á að þegar aðeins sé litið til viðskipta með vörur hafi hallað á Bandaríkin um 17 milljarða dollara í fyrra. Afgangur sé hins vegar af viðskiptunum fyrir Bandaríkin þegar þjónusta er tekin með í reikninginn.He's not right. $17 billion was last year's deficit in trade in goods: with services trade included, the net trade balance is a surplus, as his own economic advisers officially note. The repeat claim about Trudeau excluding energy and timber is fiction. https://t.co/VPnJHtuc4m— Daniel Dale (@ddale8) March 15, 2018 Bölsótaðist út í meint „keilukúlupróf“ Japana Í ræðunni gagnrýndi Trump nokkrar helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna harðlega og sakaði þær um að hafa notfært sér Bandaríkin í áraraðir. Virtist hann hóta því að draga herlið Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu ef stjórnvöld þar fallast ekki á breytingar á viðskiptasambandi landanna. „Bandamenn okkar hugsa um sjálfa sig. Þeim er alveg sama um okkur,“ staðhæfði Trump. Þá sakaði Trump Japani um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir aðgang bandarískra bílaframleiðenda að markaðinum. Bölsótaðist hann á torræðan hátt út í þessar meintu aðferðir Japana. „Þetta er keilukúluprófið. Þeir fara með keilukúlu upp í sex metra hæð og láta hana detta ofan á húdd bílsins. Ef það kemur beygla í húddið, þá uppfylla þeir ekki skilyrði. Þetta er hræðilegt,“ sagði Trump. Washington Post segir ekki ljóst um hvað forsetinn var að tala.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58