Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 11:30 Gina Haspel er 61 árs gömul og hefur starfað fyrir leyniþjónustuna frá árinu 1985. Hún var á framabraut þar til upp komst um pyntingaráætlun stofnunarinnar. Vísir/AFP Gina Haspel verður fyrsta konan sem stýrir bandarísku leyniþjónustunni CIA ef Bandaríkjaþing fellst á tilnefningu hennar. Fortíð hennar gæti þó reynst henni fjötur um fót því hún átti þátt í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sem einn hátt settur þingmaður repúblikana kallar „einn svartasta kaflann í sögu Bandaríkjanna“. Miklar hrókeringar áttu sér stað í ráðuneyti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær. Hann rak Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, og tilnefndi í hans stað Mike Pompeo, forstjóra CIA. Trump vill að Haspel, sem verið hefur aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, taki við að Pompeo. Líklegt er að tilnefning Haspel eigi eftir að mæta einhverri mótspyrnu í þinginu vegna fortíðar hennar og aðkomu að pyntingum fanga í leynifangelsi. Haspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post. Ekki var nóg með það heldur var Haspel einn háttsettra starfsmanna CIA sem tók þátt í að eyða sönnunargögnum í formi myndbandsupptaka af yfirheyrslum þar sem gengið var afar nærri föngum þegar ljóstrað var upp um tilvist leynifangelsanna árið 2005. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) hafa sagt að Haspel hafi verið „upp að augum í pyntingum“ bæði með því að hafa stjórnað leynifangelsi í Taílandi og með því að hylma yfir pyntingarnar, að því er segir í frétt The Hill.Feinstein stöðvaði stöðuhækkun Haspel fyrir nokkrum árum. Hún segist hins vegar hafa unnið með Haspel eftir að hún varð aðstoðarforstjóri CIA í fyrra.Vísir/AFPÓvíst að demókratar leggist gegn skipan HaspelBúist er við því að þingmenn spyrji Haspel beinskeyttra spurninga um afstöðu hennar til vatnspyntinga annarra pyntingaaðferða þegar þeir leggjast yfir tilnefningu hennar. Ekki er þó víst að demókratar á Bandaríkjaþingi muni allir leggjast gegn skipan hennar sem forstjóra CIA. Forveri hennar Pompeo var þingmaður repúblikana og var af mörgum talinn af pólitískur til að stýra stofnuninni á sjálfstæðan hátt. Haspel er hins vegar fagmanneskja og embættismaður sem er talin njóta traust starfsmanna CIA. Hún er ekki talin eins pólitískt lituð og Pompeo. Því gætu demókratar kosið að líta fram hjá vafasamri fortíð Haspel til þess að tryggja sjálfstæði CIA gagnvart Trump forseta. Það sé ekki síst mikilvægt nú þegar rannsókn stendur yfir á Trump og hann hefur ítrekað grafið undan niðurstöðum leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Þannig hefur Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem kom í veg fyrir að Haspel væri skipuð til að stýra leynilegum aðgerðum CIA vegna þátttöku hennar í pyntingaráætluninni, ekki sagt neitt um að hún muni reyna að koma í veg fyrir skipan hennar nú. „Ég held að hún hafi verið góður aðstoðarforstjóri. Hún virðist hafa traust stofnunarinnar,“ segir Feinstein, að því er New York Times segir frá.Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrumMöguleg andstaða við Haspel kemur hins vegar ekki aðeins úr röðum demókrata. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, fordæmdi tilnefningu Haspel í tísti í gær. „Pyntingar fanga í haldi Bandaríkjanna á síðasta áratug er einn svartasti kaflinn í sögu Bandaríkjanna. Frú Haspel þarf að útskýra eðli og umfang aðkomu hennar að yfirheyrsluáætlun CIA við staðfestingarferlið,“ tísti McCain.John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, (t.v.) lýsti strax efasemdum sínum um tilnefningu Haspel í gær.Vísir/AFP Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Gina Haspel verður fyrsta konan sem stýrir bandarísku leyniþjónustunni CIA ef Bandaríkjaþing fellst á tilnefningu hennar. Fortíð hennar gæti þó reynst henni fjötur um fót því hún átti þátt í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sem einn hátt settur þingmaður repúblikana kallar „einn svartasta kaflann í sögu Bandaríkjanna“. Miklar hrókeringar áttu sér stað í ráðuneyti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær. Hann rak Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, og tilnefndi í hans stað Mike Pompeo, forstjóra CIA. Trump vill að Haspel, sem verið hefur aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, taki við að Pompeo. Líklegt er að tilnefning Haspel eigi eftir að mæta einhverri mótspyrnu í þinginu vegna fortíðar hennar og aðkomu að pyntingum fanga í leynifangelsi. Haspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post. Ekki var nóg með það heldur var Haspel einn háttsettra starfsmanna CIA sem tók þátt í að eyða sönnunargögnum í formi myndbandsupptaka af yfirheyrslum þar sem gengið var afar nærri föngum þegar ljóstrað var upp um tilvist leynifangelsanna árið 2005. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) hafa sagt að Haspel hafi verið „upp að augum í pyntingum“ bæði með því að hafa stjórnað leynifangelsi í Taílandi og með því að hylma yfir pyntingarnar, að því er segir í frétt The Hill.Feinstein stöðvaði stöðuhækkun Haspel fyrir nokkrum árum. Hún segist hins vegar hafa unnið með Haspel eftir að hún varð aðstoðarforstjóri CIA í fyrra.Vísir/AFPÓvíst að demókratar leggist gegn skipan HaspelBúist er við því að þingmenn spyrji Haspel beinskeyttra spurninga um afstöðu hennar til vatnspyntinga annarra pyntingaaðferða þegar þeir leggjast yfir tilnefningu hennar. Ekki er þó víst að demókratar á Bandaríkjaþingi muni allir leggjast gegn skipan hennar sem forstjóra CIA. Forveri hennar Pompeo var þingmaður repúblikana og var af mörgum talinn af pólitískur til að stýra stofnuninni á sjálfstæðan hátt. Haspel er hins vegar fagmanneskja og embættismaður sem er talin njóta traust starfsmanna CIA. Hún er ekki talin eins pólitískt lituð og Pompeo. Því gætu demókratar kosið að líta fram hjá vafasamri fortíð Haspel til þess að tryggja sjálfstæði CIA gagnvart Trump forseta. Það sé ekki síst mikilvægt nú þegar rannsókn stendur yfir á Trump og hann hefur ítrekað grafið undan niðurstöðum leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Þannig hefur Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem kom í veg fyrir að Haspel væri skipuð til að stýra leynilegum aðgerðum CIA vegna þátttöku hennar í pyntingaráætluninni, ekki sagt neitt um að hún muni reyna að koma í veg fyrir skipan hennar nú. „Ég held að hún hafi verið góður aðstoðarforstjóri. Hún virðist hafa traust stofnunarinnar,“ segir Feinstein, að því er New York Times segir frá.Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrumMöguleg andstaða við Haspel kemur hins vegar ekki aðeins úr röðum demókrata. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, fordæmdi tilnefningu Haspel í tísti í gær. „Pyntingar fanga í haldi Bandaríkjanna á síðasta áratug er einn svartasti kaflinn í sögu Bandaríkjanna. Frú Haspel þarf að útskýra eðli og umfang aðkomu hennar að yfirheyrsluáætlun CIA við staðfestingarferlið,“ tísti McCain.John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, (t.v.) lýsti strax efasemdum sínum um tilnefningu Haspel í gær.Vísir/AFP
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50