#ekkimittsvifryk Líf Magneudóttir skrifar 13. mars 2018 15:50 Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun