Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 06:00 Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, hefur verið hvött til að gefa kost á sér í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum. Hún stefnir annað. Björt segir síðastliðið ár hafa verið erfitt fyrir flokkinn. Vísir/Ernir Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira