Þér hýstuð mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. mars 2018 11:00 „Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
„Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun