Einkarekstur og útvistun Jón Sigurðsson skrifar 12. mars 2018 11:00 Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun